Enn nú eitt kvæði | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Enn nú eitt kvæði

Fyrsta ljóðlína:Ber hann af öllum bestan prís
bls.325r
Viðm.ártal:≈ 0
Flokkur:Vikivakar
Ber hann af öllum bestan prís
í bókvitinu fróðu,
heiðursprýddur, hygginn, vís,.
hlaðinn af góðum,
hlaðinn af menntum góðum.

1. Lukku, gæði og heillir hár
hljóti mætur lengi,
allt það gott eg mæla má,
mesta' og besta gengi,
þótt langt sé á milli sýn að sjá,
samt er gróinn tryggðaflís,
heiðursprýddur, hygginn, vís,
minn vill þankinn þangað gá
þagnar geðs af slóðum,
hlaðinn af góðum,
hlaðinn af menntum góðum.


2. Sjálfum guði sel eg þig
sæmdarmaðurinn þekki.
Buðlung mætur minnstu' á mig,
mun það skaða ekki;
gakktu jafnmargt gæfustig
sem grasið á kringlu foldar rís,
heiðursprýddur, hygginn vís.
Gefi það náðin guðdómlig.
Gjöri' eg so lykt á ljóðum,
hlaðinn af góðum,
hlaðinn af menntum góðum.