Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
SöfnÍslenskaÍslenskaPersónuvernd:
Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn. |
Flokkar
Allt (3139)
Afmæliskvæði (14)
Annálskvæði (1)
Ádeilukveðskapur (1)
Ástarljóð (32)
Baráttukvæði (1)
Biblíuljóð (2)
Brúðkaupsljóð (9)
Bæjavísur (2)
Bænir (1)
Bænir og vers (25)
Eddukvæði (30)
Eftirmæli (41)
Ellikvæði (7)
Formannavísur (22)
Fræðsluljóð (3)
Gamankvæði (31)
Grýlukvæði (8)
Harmljóð (3)
Háðkvæði (4)
Hátíðaljóð (6)
Heilræði (10)
Heimsádeilur (8)
Helgikvæði (47)
Hestavísur (1)
Huggunarkvæði (2)
Hyllingarkvæði (2)
Jóðmæli (3)
Jólaljóð (5)
Kappakvæði (5)
Kvæði um biskupa (6)
Leppalúðakvæði (1)
Lífsspeki (5)
Ljóðabréf (18)
Matarvísur (1)
Náttúruljóð (52)
Rímur (204)
Sagnadansar (52)
Sagnakvæði (4)
Sálmar (417)
Sjóhrakningar (2)
Sorgarljóð (1)
Sónarljóð (14)
Særingar (1)
Söguljóð (13)
Tíðavísur (15)
Tregaljóð (6)
Vetrarkvæði (2)
Vikivakar (13)
Vögguljóð (5)
Ýkjukvæði (5)
Þjóðkvæði (1)
Þorrakvæði (4)
Þululjóð (5)
Þulur (2)
Ættjarðarkvæði (54)
Ævikvæði (6)
Ævintýrakvæði (3)
Herra SnakendalFyrsta ljóðlína:Í haustsins ró er rökkvaði að
Höfundur:Erik Axel Karlfeldt
Þýðandi:Magnús Ásgeirsson*
bls.294
Viðm.ártal:≈ 1950
1. Í haustsins ró, er rökkvað að,einn riddari ákaft þeysti í hlað. Hann hrópar hátt af baki: „Kom bóndi sæll, og hirð minn hest, því hýsa skaltu tiginn gest í nótt und þínu þaki!“
2. Að stalli leidd var hryssa hans.Með hófabliki steig hún dans sem hnarreist hefðarkvinna. En riddarinn í stofu stóð. Þar stafar skini af aringlóð og margar meyjar spinna.
3. Ein hvílist þó, og hljóð við karmhún hallast fram á ungan barm að rúðu í rauðum ljóma. Hún mænir langt, um loft og skóg, sem leiti hún orða í fjarskans ró við aftanblæsins óma.
4. En riddarinn ber hönd að hlið.Þar hangir gildur sjóður við af dýrum dölum hlaðinn. Sem buxnatölum fénu hann fer að flíka og hampa í lófa sér: „Lát, bóndi, gull mitt gagnast þér, og gef mér þessa í staðinn!“
5. Þá svarar bóndi: „Að ætt þín eraf aðli, herra, ljóst er mér, en ei þín æra og sómi. Þitt gull er hreint og gott þess hljóð. Samt gef ég ei mitt hold og blóð við fé, þótt fagurt hljómi.“
6. Hinn gegnir: „Vilt þú, vondi kall,mig væna um þvílíkt tyrkjabrall, að svona lömb ég salti í dall? Nei, siði kann ég betri. Lát bóndi sæll, þér segjast nú! Í Sunnudal ég gef þér bú með afbragðs óðalssetri. Þar svamla í hveiti svínin mín, þar svelgja naut mín drúfuvín, og aldin vaxa á vetri.
7. Þú hikar enn? Þá heyrðu það,að hvergi á jörð eg samastað á nokkurn nóttu lengur! Og sú, er við mig tekur tryggð, frá traustri og hlýrri mannabyggð í auðn og útlegð gengur. Í kveld í spilum klæði góð á knæpu vann ég, hest og sjóð, það er minn eini fengur. Við Snakendal er bundi böl, og bara hans nafn er smán og kvöl!“ Og út með angri hann gengur.
8. Hann gengur einn í eikihlíð.Það er hin mikla lauffallstíð með brosi hinstu blóma. Við mánans bjarma hann brýtur eitt. Frá bóndans húsum snýr hann greitt á veg með vasa tóma.
9. En stúlkan unga er hlýddi hljóðá hugans söng er máni og glóð um rúður skinu í rökkri, hún rís, sem mildan hefði hreim hún heyrt í beiskum orðum þeim frá fiðlu fínni og klökkri.
10. Með geisla í augu á götu hún fer:„Hve gjarnan vil ég fylgja þér, þótt sönn væri öll þín saga! Þitt boð ég glöð og þakklát þigg. Í þraut og smán ég skal þér trygg og útlegð alla daga!“ |