Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Laukdropar | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Laukdropar

Fyrsta ljóðlína:Bófi í sínum syndum dó
Höfundur:Jón Thoroddsen
bls.269–270
Bragarháttur:Sex línur (tvíliður) fer- og þríkvætt aaBccB
Viðm.ártal:≈ 1850
1.
Bófi í sínum syndum dó,
síðan í Vítis öskustó
vaknaði meður veini;
andskotinn kyndir eldinn þar,
á honum steikir sálirnar
hallur að hlóðasteini.
2.
Þar verður flestum heldur heitt,
hafa þeir ekki drykkjar neitt,
mögla þeir því um þorsta,
og af kvölinni ofraunar
á sér skrælnaðar tungurnar
eta þeir eins og osta.
3.
Bófinn, sem áður um eg gat,
í eldinum rauðum þarna sat,
hvæsandi hvofti móðum,
brennandi augum upp hann brá,
og Abrahams í faðmi sá
lækni sinn ljóss á slóðum.
5.
„Herra doktor, ef hafið þér
hjá yður vætu, látið mér
dropa á tungu drjúpa!“ –
Læknir tók glas og leysti frá,
laukdropar úr því steyptust þá
ofan til undirdjúpa.
6.
Fanturinn gapti gini við,
gjörði sá skammtur ekki lið
í Víti kvöldum kauða;
ógurlegar nú öskra vann,
eru dropar þeir, segir hann.
verri djöfsa og dauða.