Helvíti | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Helvíti

Fyrsta ljóðlína:Mér finnst það vera fólskugys
bls.243
Bragarháttur:Sex línur (tvíliður) fer- og þríkvætt aaBccB
Viðm.ártal:≈ 1850
Tímasetning:1845

Skýringar

Ljóðið er samið árið 1845 og er það fyrirsagnarlaust í eiginhandarriti Jónasar, ÍB 13 fol.
Það var fyrst prentað í: Ljóðmæli eptir Jónas Hallgrímsson. B. Pjetursson og K. Gíslason hafa sjeð um prentunina. Khöfn 1847. Var fyrirsögn þess þar „Helvíti“ og er henni haldið hér.
1.
Mér finnst það vera fólskugys
að fara niður til helvítis
og eyða aldri sínum
innan um brennu illan geim
ólíkan drottins sólarheim,
svo hrollir huga mínum.
2.
Skötubarðvængjuð fjandafjöld
flaksast þar gegnum eilíft kvöld,
glórir í glóðir rauðar,
þar er ei nema eldur og ís,
allt í helvíti brennur og frýs,
Satan og sálir dauðar.