Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Betlarinn | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Betlarinn

Fyrsta ljóðlína:Hvern daginn af öðrum, og aumlegri en fyrr
bls.494
Bragarháttur:Sex línur (þríliður+) fer- og þríkvætt:aaBccB
Viðm.ártal:≈ 1875
Tímasetning:1873

Skýringar

Undir titli stendur: „Um götubetlara, sagðan rússneskan flóttamann. Uppkast frá (Milvaukee, Viskonsin) 1873.
1.
Hvern daginn af öðrum, og aumlegri en fyr,
hann ekur sér fyrir hvers manns dyr
á hækjum og fötluðum fótum.
Hvert kveld er hann útflæddur utar og fjær
er eftirtekt mannanna, en daginn í gær,
þó stumri’ hann á stór-gatna mótum.
2.
Og kveld eftir kveld og dag eftir dag,
við dyrnar manns malar hann sama lag
á sjálfleikna söngvél er snýr hann.
En tónanna mögn eru málmköld og stíf,
frá mannsfingrum skortir þau verming og líf
þvi handhöggvinn hljóðfærið knýr hann.
3.
Ef gengurðu hjá honum, grunarðu ei neitt,
um götuna læðast svo döpur og þreytt
öll kveinin hans kulnuðu vona.
En staldrir þú nærri þú nemur hans söng,
— eins napran og blæinn um haustdægur löng
í sölnuðum skóg’ — hann er svona:
4.
„Eg stend hérna, mænandi á mannanna náð
og miskunn, að treina það líf sem að ráð
þau ein hefi eg yfir, að kvarta —
en oft verða dægrin mér dimmköld og löng
því dag eftir dag kveð eg borginni söng
ins meinblandna mannlega hjarta.
5.
Því fjörið og heilsan er meinlæti mér
og mér urðu að byrði og lífsþrá sú hver
sem gjafablind náttúran gaf mér.
Því fótunum ræntu mig, fósturjörð,
þín fangajárn blýþung og sárköld og hörð,
þin frost bitu fingurna af mér.
6.
Og hérna eru mörkin frá hjarta míns lands,
frá hendi míns drottins og bróður og manns,
þeir leifðu mér lifandi parta —
og þó fann eg alls enga, alls enga náð,
né aumkun, né gæsku, né hjálparráð
nema í meinblöndnu mannanna hjarta.
7.
Því séð hefi eg mátt þann sem allífið ól
sínar eldsjónir hvessa, þá brennandi sól
á dauðvona í drepsótt er stikna,
og kveikja á heiðríkju hátignarlog
sinna himnesku stjarna yfir kvalaflog
ins volaða, án þess aö vikna.
8.
En svo leit eg manngæsku útrétta arm
og allslausan fóstra við hjúkrandi barm,
svo snauðan hann kunni ekki aö kvarta —
og öll sú huggun og hjálp sem eg á
í heiminum, kom til min beinlínis frá
inu meinblandna mannanna hjarta.“