Landnámskonan | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Landnámskonan

Fyrsta ljóðlína:Smádregur að héraðsins haustnótta hvíld
bls.161
Bragarháttur:Sex línur (þríliður+) fer- og þríkvætt:aaBccB
Viðm.ártal:≈ 1900
Tímasetning:1904

Skýringar

Undir titli stendur: „Margrét Jónsdóttir frá Tindastól í Alberta.“

Landnámskonan
Margrét Jónsdóttir frá Tindastól í Alberta

I.

1.
Smádregur að héraðsins haustnótta hvíld
á húsglugga frostlagða, þakskautin sýld
sest hélunnar marmara-mjalli.
Hver jurt, sem um fardaga fulltíða bjó
og fluttist með vorsól á grund eða í skóg,
er felld – eða liggur við falli.
2.
Og það er sem hylli upp holgrafinn reit
þar haust-kólgan rís yfir útkjálka-sveit
mænd skýkumlum rokstorma-raufa.
Og umhleypings-bylurinn áttavilt blæs
um almannafæri og skjól-veggi bæs,
og reikar með líkfylgdum laufa.
3.
Og nú er sem kveld-roðann festi ekki á fjöll,
en forsælu um hádegi viðri um þau öll
að hraðfara dagsetri i dalnum –
og fyrst eg í kveld, er til gígjunnar geng,
strýk gómunum krepptu við ósnortinn streng:
í nótt skal eg vaka yfir valnum!

II.

4.
Í veraldar-söguna var hérna skarð –
þau vetur og sumar um auðan garð
hér gengu frá upprofi alda.
Allt vesturland heiða-vídd húsnæðislaus,
einn haf-villu draumur. – Hér greri og fraus,
en engum til vegs eða valda.
5.
Svo hófst hún þó loksins þess arðsemis-öld –
í áföngum talin og miðuð við tjöld
var lauf-mörk og ládeyðu-slétta.
Og svo spratt um kafgrass og kjarrskóga geim
upp kotbær og þangað lá manna-slóð heim,
því al-bygðar upphaf var þetta.
6.
Og Evrópa hrifsaði happsemis fund –
frá Hafsbotnum suður um Stólpasund
hver þjóð slóst i lands-kosta leitir,
og norræna og suðræna sundurleit mjög
í samvinnu gengu um bænda-lög,
um útjaðra og íslenskar sveitir.
7.
Svo knýttist um þjóðernin bróðernis-band,
uns bygðin varð alsherjar fósturland,
Ið sundraða frum-býli að sveitum.
Samt lýsa hér eldar ins aðkomna manns
– við arin-hlóð glæddir hans föðurlands –:
í byggða og héraða heitum.
8.
En liðinn er margur sá hugur og hönd
sem heimilin festi, sem vann þessi lönd,
og landnema lestirnar þynnast.
– Það kveður sitt hljóðfall í hörpu-streng minn
úr hálffylltum grafreit eg ómana finn
í vísum, sem Margrétar minnast.

III.

9.
Er íslenskan valdi hér byggðir og ból
varð bær hennar Margrétar ferðamanns skjól
og viðnám gegn veglúa meini –
því oft var þá geislinn frá sumarsól
manns sveitungi næsti við Tindastól,
og norðanhríð nágranninn eini.
10.
Og ágiskuð stefna var þjóðbrautin þá,
og þungkleifur straumur í vaðlausri á,
og andsvalt á auðnunum flötu –
in vestræna strjálbyggðar vega-lengd
var vinar-húss leiðum um bæ hennar tengd,
því gestrisnin lagði þar götu.
11.
Og af því að sinna heimilishag
hún hlúði með árvekni sérhvern dag
varð bærinn æ bjartari og hlýrri.
Og alltaf var heimilið héraðsbót,
þó húsaskjól fjölguðu og vegamót,
og byggð væru nágrenni nýrri.
12.
Hver býr sig til fundar við lærdóm og list
í landi, sem heimtar öll búverkin fyrst?
En bros hennar leit eg því lýsa,
að það átti í sál hennar ættgengi allt
sem ört var og djarfmannlegt, frjálslegt og snjallt,
skarpt gagnyrði, vel-kveðin vísa.

IV.

13.
En samt veit eg, Margrét, að saga vors lands
Mun svíkja að ílétta neinn minninga-krans
Um lífsstarf þitt liógværa, hljóða.
Fyrst manngildi er dálkur í dagblaða stærð,
og dómstóllinn orðstír og klerka mærð
og tildrið á lofköstum Ijóða.
14.
Og eins þykir gagnlaust, að gefa þeim hljóð
sem gengur um haustnótt og flytur sín ljóð
við ókunnu leiðin og lágu –
en vittu það heimur, að hér er það lið
sem hélt þér við ættjörð, er mest lá þér við
og stórmenni sögunnar sváfu.
15.
Hvort urðu ei tjón fyrir lýði og lönd,
röm lánsælda öftrun og hugunum bönd
mörg þrekvirki, er sett voru í sögur?
En þjóðarheill auðgar þó æfi hvers manns
ef eftir hann liggur á bersvæði lands
þarft handartak, hugrenning fögur.
16.
Eg kveð ei til frægðar og fæst ei um það –
en framtíðar söguna spyr þessu að:
Var kröftum þeim kastað á glæinn?
Sem uppvexti lýðþroskans léðu sinn vörð,
Sem landauðnir gerðu að móður jörð,
Að heimili búlausa bæinn.