Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Annað snoturt kvæði | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Annað snoturt kvæði

Fyrsta ljóðlína:Byrja skal hér bragarsmíði
Höfundur:Höfundur óviss
bls.49-51
Viðm.ártal:≈ 0
Flokkur:Vikivakar

Skýringar

Á undan kvæðinu í Blöndu kemur fram að það er prentað eftir Lystiháf Benedikts Bech sýslumanns ein og „Kvæðiskorn til gamans“, sem Hannes Þorsteinsson telur líklegt að sé eftir Benedikt sjálfan. Þetta kvæði er skrifað rétt aftan við hið fyrrnefnda á bls. 194–195.
   Kvæðið er vikivaki sem kveða má við dansinn  „hringbrot“. Sjá t.d. umfjöllun Jóns Samsonarsonar í Kvæði og dansleikir I, bls. cxliii–clxix.
Viðlag:
Glymur dans í höll,
Danir slógu hring.
Glaðir ríða Norðmenn á örvaþing.

Byrja skal hér bragarsmíði,
bragnasveitin vel til hlýði,
glóinsferjan gleður lýði,
golverks vekur leikurenn.
Glaðir ríða Norðmenn.
Situr fólk með sæmd og prýði
sómalega rétt um kring.
Glaðir ríða Norðmenn á örvaþing.
Þá höldar fremja hringbrotsganginn,
hróðri þessum kasti á svanginn,
toga brag og teygja á langinn,
tásveigir* með hljóðin þrenn.
Glaðir ríða Norðmenn.
Víst ei dansinn verður banginn
vers ef finnast mærðarslyng.
Glaðir ríða Norðmenn á örvaþing.
Yrjungs dýran óskafundinn
oftast girnast menn og sprundin,
kappa og vífa kætist lundin,
Kjalars víns eru tilföngen.
Glaðir ríða Norðmenn.
Bragnar fagna og baugagrundin,
Bölverksölið prísa um kring,
Glaðir ríða Norðmenn á örvaþing.
Seggir þiggja sögur og kvæði,
sætur láta að Óðinsflæði,
einninn girnast fornu fræðin
fram þá koma hljóðstefen.
Glaðir ríða Norðmenn.
Munns og vara mýkir æði
málsnilldin í nöðrubing.
Glaðir ríða Norðmenn á örvaþing.
Lifnar hús þá lýðir dansa,
leika frúr fyrir utan vansa,
kauplaust leysa upp kvæðafansa
kappa og fljóða múgurenn.
Glaðir ríða Norðmenn.
Raðar fólk sig kring í kransa,
krenkir engan örvænting.
Glaðir ríða Norðmenn á örvaþing.
Gaman þykir að vikivaka
þá virðar með sér brúðir taka,
kappasveit og sprundið spaka
spara ekki tilkvæðen.
Glaðir ríða Norðmenn.
Á báðar síður bráðleg staka
býtist rétt um hringinn kring.
Glaðir ríða Norðmenn á örvaþing.
Rímur þylja rekkum fínar
þá rómur stirðnar ei né dvínar,
líka píkum léttir brýrnar,
ljást oft til við yngismenn.
Glaðir ríða Norðmenn.
Eikin keika elda Rínar
ást ei frestar blíðusting.
Glaðir ríða Norðmenn á örvaþing.
Söngur og ljóð um harða hildi
heyra gjarnan fólkið vildi,
bragnar reyndu brand og skildi,
brynjaðir með vopnin þrenn.
Glaðir ríða Norðmenn.
Kempan hver og kappinn gildi
kunni að veita högg og sting.
Glaðir ríða Norðmenn á örvaþing.
Að skák og kotru er skemmtan mönnum
og skýrum líka bauganönnum,
leika og spila lystir hrönnum
löng að stygga dæguren.
Glaðir ríða Norðmenn.
Þegnum bæði og þýðum svönnum
þessi geðjast hegðun kring.
Glaðir ríða Norðmenn á örvaþing.
Fangabrögðin fyrðar þreyta,
frábærlega hegðan breyta,
handa og fóta hörku neyta,
hugsa að vinna sigurenn.
Glaðir ríða Norðmenn.
Tefla, spila, tala við sprundin,
til má vera að kætist lundin,
þá mun löng ei þykja stundin,
þankaglaður er hugurenn.
Glaðir ríða Norðmenn.
Sofa og hafa sætan blundinn,
svoddan kjör eru vellysting.
Glaðir ríða Norðmenn á örvaþing.
Þá góðum hesti gumnar ríða,
galeiðurnar öldu sníða,
einninn spenna brúði blíða,
ber af þessi heimslyst þrenn.
Glaðir ríða Norðmenn.
Elli ei né örbirgð kvíða,
örvabörvar geðs um bing.
Glaðir ríða Norðmenn á örvaþing.
Hóf er best á hverri kæti,
þó heims við leiki eftirlæti,
það reiknast hið mesta mæti
ef meinlaus reynast afdrifien.
Glaðir ríða Norðmenn.
Einn og sérhver að sér gæti
eftir herrans befalning.
Glaðir ríða Norðmenn á örvaþing..
Hér skulu falla lagstirð ljóðin,
ljóðin þiggi menn og fljóðin,
fljóðin lasti ei þann óðinn,
Óðins vínið dofnar senn.
Glaðir ríða Norðmenn.
Ræmast, tæmast raddarhljóðin,
rennur þögn á sagnarbing.
Glaðir ríða Norðmenn á örvaþing.



Athugagreinar

*tásveigir er trúlega mislestur fyrir tasvígir.