Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Kvæði flutt á Skjaldbreið | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Kvæði flutt á Skjaldbreið

Fyrsta ljóðlína:Nú vakir voldug gyðja
bls.45–46
Bragarháttur:Fimm línur (tvíliður) þríkvætt AbAAb
Viðm.ártal:≈ 1900
Tímasetning:19. júní 1896
1.
Nú vakir voldug gyðja,
sem verndar þennan lund,
svo frjáls og fús að iðja,
hið fagra allt að styðja
og gefa gleði fund.
2.
Sinn tignar búning besta
hún ber um þessa tíð.
Sú fegurð hrífur flesta
í flokki hennar gesta,
svo gleymist strit og stríð.
3.
Og hér er hof í lundi,
sem henni eigna má.
Á frjálsum gleðifundi
hver fórn þar gjalda mundi,
sem óspillt mannúð á.
4.
Þeim heill, sem hingað vitja.
Það hressir líf og sál
að syngja, dansa, sitja
og snjallar tölur flytja
um frjálsleg félags mál.
5.
Vér segjum flokkinn fríða
til fundar velkominn.
Þótt gjöri gagn að stríða
hið glaða, fagra, blíða
það á við anda minn.