Afmælisvísur til Brynjólfs Péturssonar | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Afmælisvísur til Brynjólfs Péturssonar

Fyrsta ljóðlína:Við sem annars lesum lögin
Heimild:Sunnanfari.
bls.4. árg. 8. tbl. febrúar 1895, bls. 60–61.
Bragarháttur:Átta línur (tvíliður) fer- og þríkvætt AAAbbACC
Viðm.ártal:≈ 1850
Flokkur:Afmæliskvæði
1.
Við sem annars lesum lögin
og lítil höfum vængjaslögin
opna gerum hróðrar hauginn,
herjans uglan sat þar á.
>Fagurt galaði fuglinn sá.
Síðan kvæða sendum drauginn,
séra Péturs kundi.
>Listamaðurinn lengi sér þar undi.
2.
Sá hann eitt sinn sitja’ á ljóra,
svo sem gerði bólan stóra,
ofurlítinn nöldurs nóra,
sem naktar voru klærnar á.
>Fagurt galaði fuglinn sá.
Hann hugðist gera gys að móra,
en greip í skott á hundi.
>Listamaðurinn lengi sér þar undi.
3.
Fýsi þig að frétta meira,
freilich kann eg segja fleira:
upp í háum hamrageira
honum skruppu tærnar frá.
>Fagurt galaði fuglinn sá.
Hann hékk þar svona’ á hægra eyra,
hvergi frá eg hann stundi.
>Listamaðurinn lengi sér þar undi.