| Kvæða- og vísnasafn Kópavogs
Kvæða- og vísnasafn Kópavogs

Innskráning ritstjóra

Flokkar

Allt  (15)
Drykkjuvísur  (1)
Háðvísur  (1)
Lífsspeki  (1)
Níðvísur  (1)
Trúarvísur  (1)
Þingvísur  (1)

Dauðinn sótti sjávardrótt

Bls.91--92


Um heimild

Hér er talið að sjóslys það sem hér um getur hafi orðið seint á 19. öld því Björn Bjarnason úr Viðfirði, sem skráir söguna, segir atburðinn hafa orðið fyrir nokkrum árum en Sagnakver hans kom út árið 1900.


Tildrög

Seint á nítjándu öld fórst skip fyrir Gróttu á Seltjarnarnesi sem róið hafði suður í Garðsjó. „Það var á næturþeli og nær lágnætti, og sagði maður úr Gróttu, er þá var drengur og lá vakandi í rúmi sínu þessa nótt, að farið hefði líkt og fellibylur yfir bæinn og eyna, en rétt á eftir hefði hann heyrt kveðna á glugganum vísu þessa.“
Dauðinn sótti sjávardrótt,
sog var ljótt í dröngum.
Ekki er rótt að eiga nótt
undir Gróttu töngum.