Sigurður Jónsson frá Brún | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Sigurður Jónsson frá Brún 2019–2019

EITT LJÓÐ — EIN LAUSAVÍSA
Sigurður var fæddur 3. jan. 1898 á Brún í Svartárdal í Húnaþingi.
Foreldrar hans voru Jón Sigurðsson bóndi og Anna Hannesdóttir. Sigurður var gagnfræðingur frá Akureyri 1915 og tók kennarapróf 1919. Sigurður var bóndi í Fnjóskadal um skeið. Hann var oft fylgdarmaður náttúrufræðinga og leiðsögumaður um landið og var hinn mesti ferðagarpur. Þá starfaði hann lengi við barnakennslu. Sigurður átti heima í Reykjavík frá 1956 til æviloka. Hann ritaði fjölmargar blaðagreinar og eru eftir hann bækurnar Sandfok 1940 og Rætur og mura 1955.

Sigurður Jónsson frá Brún höfundur

Ljóð
Ofan við brúnir ≈ 0
Lausavísa
Ljúfur í taumi og léttur á hönd