Guðríður Jónsdóttir frá Svarfhóli 1843–1919
EITT LJÓÐ
Guðríður Jónasdóttir frá Svarfhóli (30. apríl 1843 – 16. júlí 1919)
var (skv. islendingabok.is) í Klettakoti, Narfeyrarsókn, Snæf. 1845; húsfreyja í Bergsholti, Staðastaðarsókn, Snæf. 1870; húsfreyja á Svarfhóli, Miklaholtssókn, Hnapp. 1890 og vinnukona á Ósi, Narfeyrarsókn, Snæf. 1901. Guðríður var gift Sigurði Sigurðssyni og átti með honum fimm börn sem dóu öll í æsku nema Jóhann Gunnar skáld, hið yngsta og eina sem komst á legg, sbr. formála Benedikts Bjarnarsonar (1879–1941) að Kvæðum og sögum Jóhanns Gunnars. Guðríður skrifaði MEIRA ↲
Guðríður Jónasdóttir frá Svarfhóli (30. apríl 1843 – 16. júlí 1919)
var (skv. islendingabok.is) í Klettakoti, Narfeyrarsókn, Snæf. 1845; húsfreyja í Bergsholti, Staðastaðarsókn, Snæf. 1870; húsfreyja á Svarfhóli, Miklaholtssókn, Hnapp. 1890 og vinnukona á Ósi, Narfeyrarsókn, Snæf. 1901. Guðríður var gift Sigurði Sigurðssyni og átti með honum fimm börn sem dóu öll í æsku nema Jóhann Gunnar skáld, hið yngsta og eina sem komst á legg, sbr. formála Benedikts Bjarnarsonar (1879–1941) að Kvæðum og sögum Jóhanns Gunnars. Guðríður skrifaði grein í Ingólf 8. júlí 1906 þar sem hún þakkaði vinum Jóhanns Gunnars fyrir stuðning við einkason sinn síðustu tvo veturna sem hann lifði (og er það hið eina sem tekist hefur að finna á prenti eftir hana). Baldur Sveinsson, blaðamaður og vinur Jóhanns Gunnars, skrifaði eftir pappírum hennar þegar hún lést – en hann auglýsti útför Guðríðar á forsíðu Vísis hinn 25. júlí 1919. Hann hefur örugglega einnig ritað dánartilkynninguna sem birtist í sama blaði hinn 17. júlí: „Í gærdag andaðist á Landakotsspítala ekkjan Guðríður Jónasdóttir frá Svarfhóli í Miklaholtshreppi á Snæfellsnesi. Hún var móðir Jóhanns sáluga Gunnars Sigurðssonar, skálds, sem hér dó vorið 1908. Guðríður var greind kona og skáldmælt.“ Um Guðríði, kvæðahandrit hennar og bréfaskipti við Baldur Sveinsson, hefur Gísli Sigurðsson ritað í fimmtugsafmælisrit Margrétar Eggertsdóttur, Margarítur (2010), „Handrit úr fórum Guðríðar Jónasdóttur frá Svarfhóli“, einnig á vef Árnastofnunar: http://www.arnastofnun.is/page/gisli_sigurdsson
Í gögnum Guðríðar eru m. a. kvæði hennar skrifuð af Lárusi Halldórssyni árið 1911 í sérstaka bók: Fáein ljóðmæli eftir Guðríði Jónsdóttur.
(Gísli Sigurðsson bjó til skjábirtingar) ↑ MINNA