Ólafur Jóhann Sigurðsson* | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Ólafur Jóhann Sigurðsson* 1918–1988

EITT LJÓÐ
Rithöfundur og ljóðskáld, ólst upp með foreldrum og systkinum í Grafningi, en fór ungur til Reykjavíkur, ráðinn í að gerast rithöfundur. Fyrsta bók Ólafs Jóhanns, barnasögurnar Við Álftavatn kom út þegar hann var sextán ára. Ólafur Jóhann varð mikilvirkur rithöfundur og ljóðskáld, skorti ekki einurð né eljusemi en hógværð var þó eitt af einkennum skáldsins. Hún birtist m. a. í nafngiftum bóka hans: Nokkrar vísur um veðrið og fleira, Kvistir í altarinu, Teningar í tafli og Speglar og fiðrildi. Skáldsögur samdi ÓJS og var talinn til sagnaskálda en ljóðagerð hans óx að myndvísi, dýpt og spekt er leið á ævina og aflaði honum viðurkenninga og heiðurs.

Ólafur Jóhann Sigurðsson* höfundur

Ljóð
Dalur nyrðra ≈ 1975