Jón Jónson prestur á Stafafelli | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Jón Jónson prestur á Stafafelli 1849–1920

EITT LJÓÐ
Jón var frá Melum í Hrútafirði, fæddur 12. ágúst 1849, dáinn 21. júlí 1920. Foreldrar hans voru Jón Jónsson, bóndi á Melum, og kona hans Sigurlaug Jónsdóttir. Hann varð stúdent frá Reykjavíkurskóla 1869 og lauk prófi úr Prestaskólanum 1874. Jóni var veitt Bjarnarnes í Hornafirði 1874 og síðan Stafafell í Lóni 1891. Hann var prófastur í Austur-Skaftafellssýslu 1876 til æviloka.
Jón hafði mikinn áhuga á fornri sögu Norðurlanda og stundaði rannsóknir í þeim fræðum. Víkingasaga hans kom út 1915. Jón var skáldmæltur vel og orti talsvert og þýddi einnig ljóð úr latínu. (Sjá einkum Páll Eggert Ólason: Íslenzkar æviskrár. III. bindi, bls. 206–207).

Jón Jónson prestur á Stafafelli höfundur

Ljóð
Ferðakvæði ≈ 1900