Kolbeinn Þorsteinsson | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Kolbeinn Þorsteinsson 1731–1783

EITT LJÓÐ
Kolbeinn var sonur Þorsteins Kolbeinssonar á Tungufelli og konu hans, Guðrúnar Hallvarðsdóttur. Hann útskrifaðist frá Skálholtsskóla 1750. Hann kvæntist Arndísi, dóttur séra Jóns Jónssonar á Gilsbakka, og varð aðstoðarprestur tengdaföður síns á Gilsbakka 1759. Kolbeinn varð svo prestur í Miðdal 1765 og hélt því brauði til æviloka en hann dó úr holdsveiki árið 1783. Kolbeinn var prýðilega skáldmæltur og latínumaður góður. Hann sneri Passíusálmum Hallgríms Péturssonar á latínu og kom sú þýðing hans út í Kaupmannahöfn 1778. (Sjá PEÓl: Íslenzkar æviskrár III, bls. 367-368).

Kolbeinn Þorsteinsson höfundur

Ljóð
Gilsbakkaþula ≈ 1775