Einar Sæmundsson stúdent | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Einar Sæmundsson stúdent 1684–1750

EITT LJÓÐ — TVÆR LAUSAVÍSUR
Einar var sonur séra Sæmundar Hrólfssonar prests á Upsum og konu hans Ingibjargar Jónsdóttur.
Hann bjó á hluta af Stærra-Árskógi um 1715–1717, í Fagraskógi 1717–1727, Brekku í Svarfaðardal 1727–1731 og á Brimnesi (við Dalvík) til um 1745. Var eftir það fáein ár í Hrísey, er getið þar síðast 1749.
Sagnir herma að hann hafi síðast dvalið á Melstað í Miðfirði og látist þar, eins og segir í þessari vísu:

Einar sótti eitt að Mel
alheimsveg að troða,
fyrrtur lífi fékk þar hel
forðaðist andarvoða.

Einar var   MEIRA ↲

Einar Sæmundsson stúdent höfundur

Ljóð
Vísur Einars Sæmundssonar til Einars Hallgrímssonar, um sjóferðir hans ≈ 1700–1750
Lausavísur
Þú stefnir mér um nýtt nafn
Þökk er mér í þína kirkju að ganga