Þura Árnadóttir, Þura í Garði | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Þura Árnadóttir, Þura í Garði 1891–1963

NÍU LAUSAVÍSUR
Þura var dóttir Árna Jónssonar bónda í Garði og Guðbjargar Stefánsdóttur konu hans. – Þura var ógift og barnlaus, átti alla tíð heimili í Garði en vann víða, meðal annars í Lystigarðinum á Akureyri. Hún fékkst við ættfræði og gaf út 'Skútustaðaættina (niðjatal Helga Ásmundssonar á Skútustöðum)' 1951. Vísur Þuru urðu landfleygar og margir sendu henni skeyti í bundnu máli. Hún var gamansöm og kunni afar vel að gera grín að sjálfri sér. 'Vísur Þuru í Garði' komu út á bók 1939 og endurútgáfa með dálitlum breytingum 1956. (Heimild: Hjálmar Freysteinsson (tölvupóstur 10. júní 2010) og Hannes Pétursson og Helgi Sæmundsson: Íslenzkt skáldatal m – ö. Reykjavík 1976, bls. 103–104)

Þura Árnadóttir, Þura í Garði höfundur

Lausavísur
Ef ég kemst í ellinni
Ekki fór ég alls á mis
Framsókn mörgum gerir grikk
Mig hefur aldrei um það dreymt
Morgungolan svala svalar
Nú er smátt um andans auð
Ó hvað hér er dauft og dautt
Svona er að vera úr stáli og steini
Varast skaltu vilja þinn