Páll J. Árdal | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Páll J. Árdal 1857–1930

EITT LJÓÐ — ELLEFU LAUSAVÍSUR
Páll var fæddur á Helgastöðum í Saurbæjarhreppi 1. febrúar 1857, sonur Jóns hreppstjóra Pálssonar og konu hans, Kristínar Tómasdóttur. Páll ólst upp á Helgastöðum. Hann var bráðger og byrjaði snemma að fást við skáldskap bæði í bundnu og óbundnu máli. Hann gekk í Möðruvallaskóla 1880–1882. Árið 1883 gerðist Páll kennari á Akureyri og varð það aðalstarf hans en lengi var hann vegaverkstjóri á sumrum. Einnig fékkst hann talsvert við blaðaútgáfu. Kona Páls var Álfheiður Eyjólfsdóttir. Páll dó 24. maí 1930. (Sjá Steingrímur J. Þorsteinsson. Páll J. Árdal: Ljóðmæli og leikrit. Akureyri 1951. Formáli, bls. XI–XXXIII).

Páll J. Árdal höfundur

Ljóð
Ráðið ≈ 1875–1925
Lausavísur
Að hryggjast og gleðjast
Augun gráu erta mig
Brynja er sundruð sjónin þver
Burtu snúa vondur varð
Flögrar lóa frjáls um mó
Hárið rauða hræðir mig
Margur sá er dansar dátt um dimmar nætur
Ó hve margur yrði sæll
Smátt er um góðra vista val
Undir fargi fátæktar
Þú ert sagður konum kær