Friðrik Sigfússon | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Friðrik Sigfússon

ÞRJÁR LAUSAVÍSUR
Friðrik var sonur Sigfúsar Eyjólfssonar, síðast bónda í Pottagerði, og konu hans, Steinunnar Jónsdóttur. Hann var kvæntur Guðnýju Jónasdóttur frá Hróarsdal í Hegranesi. Þau bjuggu fyrst í Pottagerði 1905–1918, þá Jaðri 1918–1931 og Kálfárdal 1931–1935. Þá brugðu þau búi og fluttu að Ingveldarstöðum á Reykjaströnd til Steingríms sonar síns. Bæði voru þau hjón hagmælt. Friðrik var einhver markfróðastur manna í Skagafirði á sinni tíð. (Sjá Skagfirzkar æviskrár. Tímabilið 1890–1910. I, Akureyri 1965, bls. 72–72).

Friðrik Sigfússon höfundur

Lausavísur
Áfram veginn vondan held
Í æskunni reri ég hraustur um haf
Lán þótt höfum lítið hér