Friðrik Sigfússon | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Friðrik Sigfússon 1878–1959

ÞRJÁR LAUSAVÍSUR
Friðrik var fæddur 24. nóvember 1878. Hann var sonur Sigfúsar Eyjólfssonar, síðast bónda í Pottagerði, og konu hans, Steinunnar Jónsdóttur. Hann var kvæntur Guðnýju Jónasdóttur frá Hróarsdal í Hegranesi. Þau bjuggu fyrst í Pottagerði 1905–1918, þá Jaðri 1918–1931 og Kálfárdal í Gönguskörðum 1931–1935. Þá brugðu þau búi og fluttu að Ingveldarstöðum á Reykjaströnd til Steingríms sonar síns. Bæði voru þau hjón hagmælt. Friðrik var einhver markfróðastur manna í Skagafirði á sinni tíð. Friðrik dó 12. október 1959.
 (Sjá Skagfirzkar æviskrár. Tímabilið 1890–1910. I, Akureyri 1965, bls. 72–72).  

Friðrik Sigfússon höfundur

Lausavísur
Áfram veginn vondan held
Í æskunni reri ég hraustur um haf
Lán þótt höfum lítið hér