Einar Friðgeirsson á Borg | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Einar Friðgeirsson á Borg 1863–1929

FIMM LAUSAVÍSUR
Einar var fæddur í Garði í Fnjóskadal, sonur Friðgeirs Olgeirssonar söðlasmiðs og Önnu Ásmundsdóttur að Þverá í Dalsmynni og ólst hann upp á Þverá hjá Gísla móðurbróður sínum frá fimm ára aldri. Einar útskrifaðist úr Prestaskólanum 1887 og varð sama ár aðstoðarprestur séra Þorkels Bjarnasonar á Reynivöllum en fékk Borg á Mýrum árið eftir, 1888, og hélt þann stað til æviloka. Hann var prófastur í Mýraprófastsdæmi 1892–1902. Kona Einars var Jakobína Sigurgeirsdóttir frá Galtastöðum. Einar var prýðilega hagmæltur og birtist meðal annars skáldskapur eftir hann í Óðni undir dulnefninu Fnjóskur. (Sjá: Páll Eggert Ólason: Íslenzkar æviskrár I, bls. 348)

Einar Friðgeirsson á Borg höfundur

Lausavísur
Augun tapa yl og glans
Ferhendan er fjörug enn
Glatt vér skulum láta loga
Íslenskan er afbragðsmál
Þó að svartbrýn sorgarský