Björn Halldórsson í Sauðlauksdal | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Björn Halldórsson í Sauðlauksdal 1724–1794

EITT LJÓÐ
Björn Halldórsson útskrifaðist úr Skálholtsskóla 1745 og var lengst af prestur í Sauðlauksdal og er jafnan kenndur við þann stað. Björn var mikill búhöldur og gerði sjálfur ýmsar tilraunir í garðrækt. Hann var einlægur fylgjandi upplýsingastefnunnar eins og mágur hans, Eggert Ólafsson, og samdi rit í anda hennar. Atli er dæmigert upplýsingarit ætlað til að kenna ungum bændum hvernig best sé að búa. Er það sett upp sem samræður milli gamals og reynds bónda og ungs manns sem er að byrja búskap. Þar segir fyrst frá því er Atli hyggst kvongast en síðan snýst ritið mest um holl ráð í búskapnum. Arnbjörg er sams konar rit, eins konar kennslubók fyrir verðandi húsfreyjur. Björn orti einnig sálma og veraldleg kvæði og er Ævitíminn eyðist líklega þekktast þeirra síðarnefndu.

Björn Halldórsson í Sauðlauksdal höfundur

Ljóð
Ævitíminn eyðist ≈ 1775