Árni Böðvarsson | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Árni Böðvarsson 1713–1776

ELLEFU LJÓÐ — FJÓRAR LAUSAVÍSUR
Árni var fæddur á Slítandastöðum í Staðarsveit, sonur hjónanna, Böðvars Pálssonar, stúdents, og Ólafar Árnadóttur. Árni varð stúdent úr Hólaskóla 1732. Síðari hluta ævi sinnar bjó hann á Ökrum á Mýrum og þar dó hann. Árni var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Helga Sigurðardóttir frá Brekku í Þingi. Þau áttu tvö börn, Odd, sem dó ungur, og Hildi, sem dó ógift og barnlaus. Síðari kona Árna var Ingveldur Gísladóttir, dóttir Gísla Þórðarsonar í Vogi í Hraunhreppi, lögréttumanns. Þau áttu ekki börn sem upp komust.
Kveðskapur Árna er mikill að vöxtum enda var hann eitthvert mikilvirkasta rímnaskáld 18. aldar. (Sjá: Björn K. Þórólfsson og Grímur Helgason: Rit Rímnafélagsins VIII. Brávallarímur eftir Árna Böðvarsson. (Björn K. Þórólfsson bjó til prentunar) Reykjavík 1965. Inngangur xi–ccxix).

Árni Böðvarsson höfundur

Ljóð
Brávallarímur – áttunda ríma ≈ 1750
Brávallarímur – fjórða ríma ≈ 1750
Brávallarímur – fyrsta ríma ≈ 1750
Brávallarímur – sjötta ríma ≈ 1750
Brávallarímur – sjöunda ríma ≈ 1750
Brávallarímur – tíunda ríma ≈ 1750
Brávallarímur – þriðja ríma ≈ 1750
Brávallarímur – önnur ríma ≈ 1750
Brávallarímur – fimmta ríma ≈ 1750
Brávallarímur – níunda ríma ≈ 1750
Íslands kvennalof ≈ 1750
Lausavísur
Eg er að flakka eins og svín
Eg vildi að sjórinn yrði að mjólk
Eg vildi hann Þórður yrði að mús
Hrörnar eik á bari bleik