Stikluvik – þríhent – þráhent (þríþráhent) | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Stikluvik – þríhent – þráhent (þríþráhent)

Lýsing: Stikluvik – þríhent – þráhent (þríþráhent) er eins og stikluvik þríhent auk þess sem fyrstu kveður allra lína nema annarrar (viklínu) gera fullkomið rím þversetis.
Undir þessum hætti orti Kolbeinn Jöklaraskáld (um 1600 – um 1683) seinustu vísu í níundu rímu af Sveini Múkssyni. Ríman er annars undir stikluviki þríhendu.

Dæmi

Vildu næði virðar fá,
valinn haga fundu,
skildist mæða mönnum frá
mildum gæðalöndum á.
Sveinbjörn Beinteinsson, Bragfræði og háttatal, vísa nr. 288, bls. 53

Lausavísur undir hættinum