Úrkast – skáhent (frumstiklað) | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Úrkast – skáhent (frumstiklað)

Lýsing: Úrkast – skáhent (frumstiklað) er eins og úrkast – óbreytt að öðru leyti en því að það hefur ekki endarím í frumlínum. Aftur á móti er aðalhendingarím í þeim langsetis þannig að önnur kveða rímar við fjórðu (endarímsliðinn).

Dæmi

Skal frá Hlyni Herkissyni
hraustum kynna.
Heiman gildur víkja vildi,
veiðum sinna.
Sveinbjörn Beinteinsson, Bragfræði og háttatal, vísa nr. 117, bls. 22

Lausavísur undir hættinum