Ferskeytt – víxlalhent (fagrislagur)* | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Ferskeytt – víxlalhent (fagrislagur)*

Kennistrengur: 4l:[o]-x[x]:4,3,4,3:aBaB
Innrím: 1B,3B;2B,4B
Bragmynd:
Lýsing: Ferskeytt – víxlalhent (fagrislagur) er afbrigði ferskeytts háttar þar sem hver einasti bragliður í seinniparti rímar við samsvarandi stað í fyrriparti. Auk þess ríma þriðji og fjórði bragliður frumlína innbyrðis langsetis. Allt innrím er í aðalhendingum.

Dæmi

Fagnað magnar fríð á hlíð
frjó og gróin jörðin;
gagn og hagnað býður blíð
bjó þar róleg hjörðin.
Sveinbjörn Beinteinsson, Bragfræði og háttatal, vísa nr. 9 bls. 2.

Lausavísur undir hættinum