Gagaraljóð – gagaravilla – víxlhend – rímliðasneidd | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Gagaraljóð – gagaravilla – víxlhend – rímliðasneidd

Kennistrengur: 4l:[o]-x[x]:4,4,4,4:abab
Innrím: 1B,3B;2B,4B;1B,1D,2B,2D,3B,3D,4B,4D
Bragmynd:
Lýsing: Gagaraljóð – gagaravilla – víxlhend – rímliðasneidd er eins og gagaravilla óbreytt auk þess sem önnur kveða í öllum línum gerir hendingar þversetis eins og lokakveðurnar (endarímsliðir) gera þversetis. Þá gera þær einnig sniðhendingar við endarímsliðina langsetis.
Kolbeinn Grímsson Jöklaraskáld (um 1600 – um 1683) kvað seinustu vísu í tuttugustu og fyrstu rímu af Sveini Múkssyni undir þessum hætti og Hallgrímur Pétursson (1614–1674) orti alla sjöttu rímu af Lykla Pétri og Magelónu undir honum.

Dæmi

Mig nú skortir málið skýrt
mansöngsart að dikta bert,
viskuportið verður rýrt,
vísdómsparti dýrum skert.
Hallgrímur Pétursson: Rímur af Lykla-Pétri og Magelónu VI:5

Lausavísur undir hættinum