Dverghent – skothent (frumhent) | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Dverghent – skothent (frumhent)

Kennistrengur: 4l:[o]-x[x]:4,2,4,2:AbAb
Innrím: 1BB,3BB
Bragmynd:
Lýsing: Dverghent – skothent (frumhent) er eins og dverghent óbreytt (ýmist frumstýft eða ekki) að viðbættum aðalhendingum í annarri kveðu frumlínanna.
Undir þessum hætti orti Þórður á Strjúgi áttundu Rollantsrímu sína.

Dæmi

Frumtvíkvæð gerð:
Einn á fönnum Hlynur háði
harðan leik,
úlfa tönnum ört hinn bráði
undan veik.
Sveinbjörn Beinteinsson, Bragfræði og háttatal, vísa nr. 134, bls. 25
Frumstýfð gerð:
Ýr var bendur, álmur gall
við öglis lönd,
kólfur sendur, skeytið skall
við skjaldarrönd.
Þórður Magnússon á Strjúgi: Rollantsrímur af Rúnsívalsþætti VIII:46

Lausavísur undir hættinum