Stikluvik – óbreytt (stikla, stikluhent) | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Stikluvik – óbreytt (stikla, stikluhent)

Kennistrengur: 4l:[o]-x[x]:4,3,4,4:aOaa
Bragmynd:
Lýsing: Stikluvik (stikla, stikluhent) er ferhendur háttur. Fyrsta, þriðja og fjórða braglína eru ferkvæðar og allar stýfðar og ríma saman. Önnur braglína (viklína) er aftur á móti þríkvæð og óstýfð og rímar ekki við hinar. Ekkert innrím er í hættinum óbreyttum. Vera má að stikluvik sé sprottið út frá samhendu. - Hátturinn virðist ekki koma fyrir í varðveittum rímum fyrr en á seinni hluta 16. aldar. Þrettánda ríma í Þjalarjónsrímum er kveðin undir stikluviki óbreyttu.

Dæmi

Bið eg þjóð að virða vel
vísna lítið smíði;
mín er dofnuð mælsku þél
menjaskorð eg kvæðið sel.
Þjalarjónsrímur XIII:8

Lausavísur undir hættinum