Jón Sigfússon Bergmann | Kvæðasafn Borgfirðinga
Kvæðasafn Borgfirðinga

Innskráning ritstjóra

Jón Sigfússon Bergmann 1874–1927

EIN LAUSAVÍSA
Jón Sigfússon Bergmann, kennari og sjómaður, fæddur á Króksstöðum í Miðfirði í Vestur-Húnavatnssýslu. Foreldrar hans voru Sigfús Bergmann Guðmundsson og fyrri kona hans, Jóhanna Jónsdóttir. Jón bjó víða og stundaði einnig sjóróðra og siglingar, barnakennslu og löggæslu í Hafnarfirði. Hann var hestamaður góður og snjall hagyrðingur. Eru sumar vísna hans einmitt um ágæta reiðhesta. Eftir hann komu út ljóðabækurnar Ferskeytlur 1922 og Farmannsljóð 1925. (Sjá Hver er maðurinn I, bls. 397)

Jón Sigfússon Bergmann höfundur

Lausavísa
Hér er alltaf hljótt um sorg