| Kvæða- og vísnasafn Árnesinga
Kvæða- og vísnasafn Árnesinga

Innskráning ritstjóra

Af ýsu verður næsta nóg

Höfundur:Höfundur ókunnur


Um heimild

Árbókin 2023, bls. 130


Tildrög

Áður fyrr var róið úr Loftsstaðasandi í Flóa. Á hæðinni Fornufjósum, austan við Loftsstaðahól, eru tvær vörður sem eru djúpmið fyrir Loftsstaðasjó.  Heita þær Álfur og Ranka. Þegar Álfur sést utan af sjó fer Ranka í hvarf.
Af ýsu verður næsta nóg,
nægtir Drottinn gefur.
Álfur gægist út á sjó,
inni Ranka sefur.