| Kvæða- og vísnasafn Árnesinga
Kvæða- og vísnasafn Árnesinga

Innskráning ritstjóra


Tildrög

Meðan haustslátrun stóð yfir hjá SS á Selfossi var hús í Fossnesi notað sem verbúð fyrir starfsfólk. Gekk húsið í munni margra undir nafninu Rottuvellir. Einhverju sinni kom þar til ryskinga milli Péturs Hartmannssonar og Páls Þórarinssonar. Hafði Pétur  lamið Pál í hausinn með kókflösku en Páli brá ekki við.
Postulanna pen var sál
og prúðmennskan dyggð hjá öllum
en þó barði Pétur Pál
í partý á Rottuvöllum.