| Kvæða- og vísnasafn Árnesinga
Kvæða- og vísnasafn Árnesinga

Innskráning ritstjóra
AAAA12

Það er vinna þung og vönd


Tildrög

Um þessa vísu skrifar Bjarni: ,,Árið 1943 bilaði hægri hönd mín, svo að ég gat ekki skrifað með henni. Tók ég þá til við hina vinstri og æfði hana til að taka við hlutverki hinnar hægri. Þá var ég 67 ára. Síðan hef ég notað vinstri höndina. En það hefi ég hvatt huga minn mest og lengst að láta ekki undan þessari breytingu. Vissi að ef ég gerði það væri mjög mikilsverður þáttur í lífi mínu glataður, að hætta að skrifa"
Það er vinna þung og vönd,
þurfti hug að brýna
er flutti ég skrift frá hægri hönd
á hendi vinstri mína.