| Kvæða- og vísnasafn Árnesinga
Kvæða- og vísnasafn Árnesinga

Innskráning ritstjóra
AAAA12

Munntamur að morgni dags

Höfundur:Grímur Thomsen
Tímasetning:1892


Tildrög

Sjá vísuna: ,,Laxa kom þar mikil mergð", sem hér er í vísnasafni.
Þegar Andrés Fjeldsteð frétti af þessari vísu Gríms, sendi hann honum forkunnarstórann reyktan lax. Grímur sendi þá Andrési þessar vísur til baka.
Munntamur að morgni dags
matarlyst að glæða.
Rekkum þykir reyktur lax
ríkismannafæða.

En þegar ég bergði á þessum lax
þá varð súrt í broti.
Mig hann reyktur minnti strax
á mann frá Reykjakoti.

Annað var þó efni brags
að er betur gáði.
Þakkar fyrir þennan lax
þingmaðurinn smáði.