| Kvæða- og vísnasafn Árnesinga
Kvæða- og vísnasafn Árnesinga

Innskráning ritstjóra
AAAA12

Laxa kom þar mikil mergð

Höfundur:Grímur Thomsen
Tímasetning:1892


Um heimild

Úr viðtali við Pétur Ottesen, spilað í morgunútvarpi Rásar 1, þann 21.sept.2021.


Tildrög

Á 19.öld og lengur var aðeins kosið á einum stað í hverju kjördæmi, sem þá voru að mestu bundin við sýslur. Í Borgarfjarðarsýslu var oftast kosið til skiptis á Hvítárvöllum og á Leirá. Við kosningar 1892 voru þar í framboði sitjandi þingmaður, Grímur Thomsen skáld og Björn Bjarnarson frá Vatnshorni, bóndi í Reykjakoti í Mosfellssveit (síðar í Grafarholti). Kosið var á Hvítárvöllum. Andrés Fjeldsteð bóndi og laxveiðimaður þar var stuðningsmaður Björns. Grímur féll í þessum kosningum og hefur talið að stuðningur Andrésar við Björn hafi átt þátt í því.
Sjá einnig vísurnar: ,,Munntamur að morgni dags"
Laxa kom þar mikil mergð
en margir voru þeir smáir.
Svo voru net úr garði gerð
að gegnum smugu fáir.