| Kvæða- og vísnasafn Árnesinga
Kvæða- og vísnasafn Árnesinga

Innskráning ritstjóra
AAAA12

Hæðir kusu hljóðöldur

Heimild:Ljósrit


Um heimild

Ljósrit það sem um getur, mun vera úr hestavísnakveri, sem Albert Jóhannsson kennari í Skógum safnaði.


Tildrög

Ort um hryssuna Gusu í Túni, sem Guðmundur Bjarnason (1875-1953) bóndi þar átti.

Skýringar

Veiði heitir ysti hluti sporðblöðku á fiski. 
Með ,,veiða landsins" mun vera átt við jaðra landsins eða endamörk.
Hæðir kusu hljóðöldur,
hófar jusu upp moldu,
þegar á Gusu Guðmundur
gerði þusa um jörðu.

Sprettinn langa róttæk rann
rastar langa melinn.
Svitinn vanga varman fann,
vætti stangarmélin.

Stundum greiðan sporasprett
sprundin veiða landsins.
Undrin seiða líka létt
lundina reiðarmannsins.

Þótti gaman gumum sjá,
grund er svam um víða
og bjóst í haminn besta þá
beisla daman fríða.

Glæddi eldinn unaðar,
ekru seldi slögin.
Rann um feldin fjörgynjar,
fleiðraði keldudrögin.

Frægð nam hlotnast fljótt af því,
fjör ei þrotna kunni.
Menn voru skotnir margir í
méladrottnigunni.

Öllum hrindir ama frá,
unað bindur ríkjum.
Sæla og yndi að sitja á
söðlahindum slíkum.