| Kvæða- og vísnasafn Árnesinga
Kvæða- og vísnasafn Árnesinga

Innskráning ritstjóra
AAAA12

Ingólfur á íhaldsleið


Tildrög

Þessar vísur birtust í blaðinu Þjóðólfi á Selfossi og voru svar við vísum Bjarna í Króki ,,Hér um sveitir heyra má" sem birtust í blaðinu Suðurlandi á Selfossi.
Ingólfur á íhaldsleið
yfir síki og ræsi,
ætti að fá í yfirreið
ungan Þjóðólfs-Glæsi.

Glampar neisti glórauður,
grjót úr vegi hrekkur,
íhaldskeldur ótrauður
yfir Glæsir stekkur.

Ef að knapinn augnasnar
ofan í fenið hyggur,
Valta-Skjóna Viðreisnar
víxluð í því liggur.