| Kvæða- og vísnasafn Árnesinga
Kvæða- og vísnasafn Árnesinga

Innskráning ritstjóra
AAAA12


Tildrög

Flestir halda að Eiríkur hafi ort þessa vísu á ferðum sínum í kjördæmi sitt og á æskustöðvar. Sú mun ekki vera raunin. Í þingveislum mátti einungis flytja bundið mál. Eitt sinn stóð svo á að enginn þingmanna Sósíalista var hagmæltur. Eiríkur gekk þá til Einars Olgeirssonar og hvíslaði yfir öxl hans „Má ég ekki hjálpa brekabarni þínu“ Lét hann Einar hafa þessa vísu að flytja og þótti hún hæfa vel í mark.

Skýringar

Þessi vísa er einnig skráð á Braga, en ekki alveg samhljóða.
Enn ég stefni í austurveg,
æsku minnar gestur.
Þó að ellin þreytuleg
þokist óðum vestur.