| Kvæða- og vísnasafn Árnesinga
Kvæða- og vísnasafn Árnesinga

Innskráning ritstjóra
AAAA12

Hermann reyndist þjófum þjáll

Höfundur:Höfundur ókunnur


Tildrög

Páll Briem sýslumaður Rangárvallasýslu ákærði fjölda Austur-Eyfellinga fyrir þjófnað á fjörum. Áður var Hermanníus Johnsson á Velli sýslumaður Rangæinga, en hann var milt yfirvald og hljóp ekki eftir öllum ásökunum um lögbrot. (Sjá Fár undir fjöllum eftir Kristin Helgason, útg. 1994.)
Hermann reyndist þjófum þjáll
þá var erfitt glæpi að sanna.
Sagt er nú að sverfi Páll
að samviskunni Fjallamanna.