| Kvæða- og vísnasafn Árnesinga
Kvæða- og vísnasafn Árnesinga

Innskráning ritstjóra
AAAA12

Kata með kyndug læti


Um heimild

Sögn Sæmundar B. Ágústssonar Bjólu


Tildrög

Sveinbjörn var um tíma vinnumaður á búi Gunnars Sigurðssonar frá Selalæk á Bjólu. Þar var vinnukona, Katrín að nafni og kvartaði hún undan því að vatnsból bæjarins hefði mengast frá hlandforinni.

 
Kata með kyndug læti
komin er hún á flakk
rís hún með raust úr sæti
ropar og segir takk.

Kata heimtar hreinan brunn
heldur því til streitu
hún vill hafa hreint í munn
þegar hinir þamba keytu.