| Kvæða- og vísnasafn Árnesinga
Kvæða- og vísnasafn Árnesinga

Innskráning ritstjóra
AAAA12

Undur skeðu í eldri bekk

Höfundur:Höfundur ókunnur


Um heimild

Ragnar nam, vísuna á námsárum á Hvanneyri.


Tildrög

Í kennslustund spurði Guðmundur Jónsson nemanda um ákveðnar tilraunir í jarðrækt og hvar þær hefðu vetið gerðar. Strákur sagði að þær hefðu verið gerðar í Gróðrarstöðinni í Fossvogskirkjugarðinum. Guðmundur spurði þá hvort gróðrarstöðin hefði verið jörðuð þar.
Undur skeðu í eldri bekk
áður en  nokkurn varði.
Gróðrarstöðin friðinn fékk
í Fossvogskirkjugarði.