| Kvæða- og vísnasafn Árnesinga
Kvæða- og vísnasafn Árnesinga

Innskráning ritstjóra
AAAA12

Bárður minn í Jökli

Höfundur:Höfundur ókunnur
Heimild:Sólskin

Skýringar

Þessa þulu höfðu þófararnir yfir meðan þeir þæfðu vaðmálið. Það þótti erfitt að þæfa vaðmál og er þulan bæn til Bárðar Snæfellaáss:

Bárður minn í Jökli,
leggstu nú á þófið mitt,
ég skal gefa þér lóna
innan í skóna,
vettling á klóna
þegar ég kann að prjóna,
naglabrot í bátinn þinn,
hálfskeifu undir hestinn þinn,
mórautt lamb og gimburskel
og meira ef þú þæfir vel.


Athugagreinar