| Kvæða- og vísnasafn Árnesinga
Kvæða- og vísnasafn Árnesinga

Innskráning ritstjóra
AAAA12

Þessar rúnir

Höfundur:Höfundur ókunnur

Skýringar

Árið 1861 fundust rúnaristur í haugi einum allmiklum í Hrossey í Orkneyjum. Þær eru taldar vera frá miðri 12.öld. Úr þeim hefur meðal annars þessi vísa verið ráðin. Gaukur Trandilsson bjó á Stöng í Þjórsárdal.
Þessar rúnir
reist sá maður,
er rýnstur er
fyrir vestan haf,
með þeirri öxi
er átti Gaukur
Trandils sonur
fyrir sunnan land.


Athugagreinar