| Kvæða- og vísnasafn Árnesinga
Kvæða- og vísnasafn Árnesinga

Innskráning ritstjóra
AAAA12

Suður- Víet- sjást í -nam

Höfundur:Höfundur ókunnur


Tildrög

Ort um erlendar fréttir á síðari hluta 7.áratugarins. Þá var stríð í Víetnam og Malasíu og deilur voru milli þjóðarbrota á Kýpur, þar sem Makaríos erkibiskup var aðili að málum.

Skýringar

Talið hafa verið ort af svonefndum snillingum í vinsælum skemmtiþætti útvarps, undir stjórn Sveins Ásgeirssonar, en ekki er víst eftir hvern þeirra vísan er.
Suður- Víet- sjást í -nam
seggir flýja um nætur.
Malasía í myrkum ham.
Makaríos grætur.


Athugagreinar