Góðir vinir | Kvæða- og vísnasafn Árnesinga
Kvæða- og vísnasafn Árnesinga

Innskráning ritstjóra

Flokkar

Allt  (113)

Góðir vinir

Fyrsta ljóðlína:Er leikur allt í lyndi hér
Viðm.ártal:≈ 0
Er leikur allt í lyndi hér
og lífið brosir skært við mér,
ég arka veginn áfram eins og hinir.
Og hvað er betra en bregða á leik?
Ég brosi, syng og dansa keik
og með mér gleðjast allir góðir vinir

Ég lífsgátuna leysa vil
og lausnir finna, af og til
ég leita að svörum eins og allir hinir.
En oftast verður hugsun hrein
ef hætti ég að pæla ein
því ráðin bestu gefa góðir vinir.

Ef upplifi ég sorg og sút,
og sýnist komið allt í hnút,
Ég þarf að leita hjálpar eins og hinir.
Þá opinn faðmur opnast mér,
já, yndisleg sú hlýjan er
er styðja mig og styrkja góðir vinir