Vetur í bæ | Kvæða- og vísnasafn Árnesinga
Kvæða- og vísnasafn Árnesinga

Innskráning ritstjóra

Flokkar

Allt  (113)

Vetur í bæ

Fyrsta ljóðlína:Jörð við sólu jagast
Viðm.ártal:≈ 0
Tímasetning:2022
Jörð við sólu jagast
janúar í garði.
Ástand ekkert lagast
útsynningurinn harði.
Að versla kemst ég varla,
– veiru svikalævi.
Víxlar vona falla
vesöl búands ævi.

En

Hækkar himnesk sólin
hænufet á degi.
Sjást brátt sumarhjólin
svífa um færa vegi.
Von þá aftur vaknar
vermist grund og hlíðar.
Sortans þá enginn saknar
né svalrar vetrartíðar.