Einn stendur bær | Kvæða- og vísnasafn Árnesinga
Kvæða- og vísnasafn Árnesinga

Innskráning ritstjóra

Flokkar

Allt  (113)

Einn stendur bær

Fyrsta ljóðlína:Einn stendur bær, -um bæjarsund
Viðm.ártal:≈ 1970–2000
Tímasetning:1985
Einn stendur bær, -um bæjarsund
blærinn fer hljótt og dapurlega,
líkt eins og bundin löngum trega,
-lengi við dokar hver ein stund.

Bóndinn hann dó, sem bjó hér fyrr,
börn og kona til sjávar farin.
Kulnuð er glóð og kaldur arin,
krjúpandi veggir, brotnar dyr.
Rofið er tengsl við rúm og tíma.
Rökkvar um sviðið, búin glíma.