Góusól | Kvæða- og vísnasafn Árnesinga
Kvæða- og vísnasafn Árnesinga

Innskráning ritstjóra

Flokkar

Allt  (113)

Góusól

Fyrsta ljóðlína:Hækkandi sól á himni
bls.12
Viðm.ártal:≈ 1950
Hækkandi sól á himni
horfir á sunnudegi
blítt yfir bláa ísa
blika mjallstjörnur fagrar.
Þíðir hún skafl á þaki
þrá í hjörtum vekur
eftir vori og varma
vakandi lífi í sveitum.
Tittlingar hoppa á hlaði
horfa í dyr og glugga,
birtist í bæjardyrum
blíðlynd í vaðmálskjólnum
mær með skorpur og skófir
og skál fulla af korni.
Varpar hún korni í varpann
verða gestirnir hræddir
og flýja sem vængir valda
en vilja þó ekkert missa
koma því óðar aftur
og augum til hennar líta
sem bar þeim í bjargarleysi
brauðið sem aðrir fleygðu.
Hækkandi sól frá himni
horfir á sunnudegi.
Brosir við börnum jarðar
bæði stórum og smáum.