Bæjarlækurinn á Keldum | Kvæða- og vísnasafn Árnesinga
Kvæða- og vísnasafn Árnesinga

Innskráning ritstjóra

Flokkar

Allt  (113)

Bæjarlækurinn á Keldum

Fyrsta ljóðlína:Úr háum himinskýjum ég hníg á fold
Viðm.ártal:≈ 1950
Úr háum himinskýjum ég hníg á fold,
drýp í dropatali á dökka mold,
bíð ei - en breyti stefnu við berglög hörð.
Mig dreymir dagsins birtu djúpt í jörð.

Vatnsins æðar víkka, vex mitt afl.
Í sólarátt ég sæki og sigra tafl.
Ég drýp og duna gegnum djúpsins þröng.
Með lindarkliði líð svo út um leynigöng.

Ég dreifi daggarúða um dal og hól
og blóm í flýti fær sér fagran kjól.
Ég hoppa í brekkuhjalla og hörpu slæ.
Ég er bjartur lækur hjá bóndabæ.