Tröllkonuvísur | Kvæða- og vísnasafn Árnesinga
Kvæða- og vísnasafn Árnesinga

Innskráning ritstjóra

Flokkar

Allt  (113)

Tröllkonuvísur

Fyrsta ljóðlína:Tröllamóðir til mín kom um tíðir jóla
Viðm.ártal:≈ 1950
Tímasetning:1960

Skýringar

Ríkharði Jónssyni myndhöggvara þakkað jólakort með teikningu af tröllamóður.
Tröllamóðir til mín kom um tíðir jóla,
flutti vinarkveðju kæra.
Af konu þeirri mætti læra.

Þó sé hún hvorki sæt né fín, hún sýnist eiga
móðurást í heitu hjarta,
hennar barn þarf ei að kvarta.

Leynist stundum ljúfust dyggð hjá ljótu flagði.
Haminn ytra hart að dæma
held ég fáum muni sæma.

Betra fátt en tröllatryggð er til í heimi.
Líkust er hún ljósi björtu,
lýsir best í myrkri svörtu.