Hugleiðing | Kvæða- og vísnasafn Árnesinga
Kvæða- og vísnasafn Árnesinga

Innskráning ritstjóra

Flokkar

Allt  (113)

Hugleiðing

Fyrsta ljóðlína:Ég er gamall og lúinn og geng ekki hratt
Viðm.ártal:≈ 1
Ég er gamall og lúinn og geng ekki hratt
og get ekki fylgt hinum yngri.
Víst er það dauflegt, ég segi það satt
að sjá hversu ellin hún gerir allt bratt
og verkamanns viðbrögðin þyngri.
 
Já, oft virðist brekkan sú brött og svo há,
bjartsýni næstum að þrjóta.
Gangan svo erfið og getan svo smá,
að gangmóðan langar að sneiða þar hjá,
hvíldar og næðis að njóta.
 
En áfram skal þramma um ævinnar stig
og ánægður lífinu taka.
Oft hefur lánið þar Ieikið við mig,
ljúfsælu stundirnar minna á sig
á leiðinni, ef lít ég til baka.